um okkur

Black Dragon er nýr veitingastaður í Reykjavík en aðaláherslan & stefna hjá Black Dragon er frönsk - asísk  matargerð með Íslensku “tvisti” sem er bæði heillandi fyrir augað og bragðlaukana. Réttir sem aldrei hafa sést hér á landi og er enginn sambærilegur staður til hér einnig. Við munum notast við Íslensk hráefni ásamt öðrum sem teljast ekki  hefðbundin hér á landi, en sambland af öllu þessu gefur matnum á Black Dragon ævintýralegan blæ. Við setjum okkar “take” á réttina og spila Íslensku hráefnin mikið inní það, ásamt því að vera tilbúin að aðlagast kúnnanum en án þess að glata kjarnanum okkar.


Hugmyndin kviknaði að staðnum eftir vitneskju og lestur á þessu ákveðna tímabili í sögunni:


Áhrifin sem Frakkar höfðu á matargerð í Víetnam byrjaði snemma á 17 öld þegar kaþólskir trúboðar komu til Víetnam en enduðu svo á að nema land og stofna Indókína sambandið árið 1887 sem varð til þess að frönsku áhrifin lifðu þar næstu 70 árin. Matargerðin og hráefni heimabúa breyttust til muna og úr varð þessi gríðarlegi skemmtilegi bræðingur franskrar & Víetnamskrar matargerðar sem er enn við lýði nú til dags. Mikið bragð, fallegir litir, trúarbrögð og upplifun er einkenni þessa matarstíls og dreifðist svo fljótt til annara asíulanda.

Ein þekktasta Samloka heims,  Banh mi er t.d gerð úr frönsku baguette með kjöti og grænmeti frá innfæddum. Asísku súpurnar eru líka undir frönskum áhrifum eins og td. Pho sem er ein þekktasta súpa veraldar og Ramen súpan er keimlík sem er frá Japan, en það eru núðlusúpur sem innihalda annahvort svínakjöt, nautakjöt & kjúkling ásamt fersku grænmeti, chili, lauk, sveppi ofl. Og til gamans má geta að Ramen súpan er nr 2. í heiminum sem vinsælasti asíski rétturinn en Sushi er nr. eitt.


Við bjóðum svo uppá gott úrval af vínum sem hafa sérstaklega verið valin samhliða okkar matargerð, auk íslenskra og erlendra bjóra, m.a frá Asíu.



Verið hjartanlega velkomin á Black Dragon.

Share by: